Margrét Sverrisdóttir

 

Ég hef ekki veriđ virk í pólitík í gegnum tíđina, meira fylgst međ mönnum en flokkum.   Á síđustu árum er ein ung kona sem mér finnst standa upp úr í flokki ungra stjórnmálamanna, Margrét Sverrisdóttir.  Hún er skelegg, samkvćm sjálfri sér og ber af sér góđan ţokka.

 

Nú, hvert er ţetta ađ fara?  Mér hefur blöskrađ framkoma stjórnar- og ţingmanna flokksins í hennar garđ undanfariđ og ákvađ ađ fylkja liđi međ henni og hjálpa henni viđ ađ koma skikk á flokkinn sinn.  Já, flokkinn hennar, ţó ađ vissulega eigi ekki ađ kalla stjórnmálaflokka eign einhvers, ţá hafa fáir lagt meira til hans en Margrét, bćđi í vinnuframlagi og stefnumótun.  Ţađ ţarf ekki nema ađ líta á skođun andstćđinga í pólitíkinni, sbr. Ástu Möller á heimasíđu sinni:  ,,Margrét hefur veriđ límiđ í flokknum, rödd skynseminnar og andlit hans út á viđ." (Úlfakreppa í Frjálslyndaflokknum).  Í sama streng tekur Ţórunn Sveinbjarnardóttir í grein sinni Frjálslyndi karlaflokkurinn (Blađiđ 24.01. s. 13): ,,Margrét er afburđamanneskja sem ég hélt ađ Frjálslyndum ţćtti sómi ađ innan sinna rađa".

 

Margrét mćtti Magnúsi Ţór Hafsteinssyni,  mótframbjóđanda sínum í varaformannsemćttiđ, í Kastljósi í gćrkvöldi. Heldur fannst mér málflutningur Magnúsar bágborinn, hans hugmyndir um pólitískar umrćđur eru ađ ráđast á Margréti međ óljósum ásökunum um hitt og ţetta. Núna finnst honum hann greinilega vera afskaplega snjall ađ lýsa ţví yfir ađ hún hafi ekki náđ neinum árangri! Honum finnst hann mikill  kall međ 300 atkvćđi Frjálslynda flokksins á bakviđ sig á Akranesi í síđustu sveitarstjórnarkosningum. Og gerir lítiđ úr 6500 atkvćđum Frjálslyndra í Reykjavík. Hvernig getur varaformađur flokks gert lítiđ úr stórsigri hans í Reykjavík?

Svo hélt kappinn áfram, sćll yfir ađ hafa nú náđ góđum árangri í sínu kjördćmi í síđustu alţingiskosningum, sem Margrét hafi ekki náđ. Gallinn viđ ţennan málflutning er sá, ađ Margrét fékk miklu fleiri atkvćđi í síđustu kosningum en hann, ţó svo hún kćmist ekki inn á ţing. Misvćgi atkvćđa er nefnilega svo gegndarlaust, ađ menn eins og Magnús fjúka inn á ţing á međan fólk međ miklu fleiri atkvćđi á bak viđ sig er úti í kuldanum. Vćri ekki nćr fyrir Magnús ađ berjast gegn ţví óréttlćti, í stađ ţess ađ hreykja sér af ţví?  Annađ óréttlćti sem ástćđa er til ađ laga strax, er ađgengi ţeirra ađila sem vilja ganga í flokkinn og starfa međ honum.  Tilraun mín til ţess ađ hringja á skrifstofu flokksins í dag endađi í talhólfi Magnúsar Ţórs!  Átti ég ađ segja honum ađ ég vildi ganga í flokkinn til ađ styđja framgang Margrétar innan hans? Mér finnst svariđ ,,Hún er úti í bć" er ég spurđist fyrir um Margréti, ekki lýsa mikilli virđingu fyrir vćntanlegum kjósendum, en hann má ţó eiga ţađ ađ hann lét mig hafa GSM símanúmeriđ hennar.  Og fyrir ţá sem vilja ganga í flokkinn ţá bendi ég á kosningaskrifstofu Margrétar ađ Hlíđarsmára 10 í Kópavogi, en ţar er hćgt ađ nálgast umsóknareyđublöđ.  Vil ég hvetja alla stuđningsmenn Margrétar til ađ mćta ţar og skrá sig, og mćta svo á landsţingiđ um helgina og styđja hana til allra góđra verka.

 

Barátta samherja er aldrei góđ og alls ekki ef hún er ómálefnaleg og snýst um ađra hluti en hvađ og hverjir eru bestir fyrir flokkinn.  Magnús Ţór hefur ítrekađ haldiđ ţví fram ađ hann og formađurinn séu ađ veiđa vel á atkvćđamiđunum, sem er mikiđ rétt en hvort rétt veiđafćri eru notuđ er svo annađ mál.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband