Skúli

Við kynntumst Skúla í Kaliforníu í mars 2001.  Ljúfari ferfætling er ekki hægt að hugsa sér.  Það var eins og hann hefði alltaf verið í fjölskyldunni.  Ingibjörg og Bjarki fluttu svo heim í ágúst 2002, og ekki kom til greina að Skúli yrði skilinn eftir.  Hann flutti inn til okkar á Ægisíðuna, tímabundið eftir 6 vikna dvöl í Hrísey.  Aldrei þurfti að hafa áhyggjur af honum með börnunum, það var ótrúlegt hvað hann umbar þeim, og ef hann varð þreyttur á þeim, þá skreið hann undir borð til að hafa frið.  Aldrei heyrði maður svo mikið sem bofs frá honum þegar börnin voru annars vegar.  Stefán og Ingibjörg voru mjög hrifin af Skúla.  Svo mikið að þau kölluðu alla hunda Skúla.  Hann flutti í sveitina til "afa og ömmu" í haust, þegar "foreldrarnir" fluttu til Canterbury, og kunni bara vel við sig.  Var að verða algjör sveitahundur.  Og nú er hann allur.  Við munum sakna Skúla, og geyma allar góðu minningarnar sem hann skilur eftir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Það er alltaf sárt að sjá á eftir góðum vin. Ég samhryggist ykkur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 16.2.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband