Gangstéttarraunir

Það hefur verið getraun í gangi undanfarna daga á leið heim úr vinnu.  "Ætli sé búið að steypa?"

 

Forsaga málsins er sú að í fyrravor (2006) var farið að steypa gangstéttir hér í eystri hluta Grafarholtsins.  Vei.. hugsuðum við, maður losnar þá við mölina og leiðindin á bílastæðinu, svo maður tali nú ekki um hvað það er þægilegra að dröslast um með barnakerruna á steyptri gangstétt heldur en í mölinni.  Hvað þá að þurfa ekki að fara út á götu og hætta lífi og limum innan um misfæra bílstjóra.  Það leið og beið fram á haust, það var búið að steypa tvo þriðju öðru megin í Þórðarsveignum, en ekki bólaði á neinum framkvæmdum niður brekkuna hjá mér.  Þetta var eiginlega orðið eins og lítt spennandi framhaldssaga. 

 

Í vor sem leið kom bréf.  Frá Orkuveitunni.  Þeir ætluðu að leggja ljósleiðara.  Sundurgrafin innkeyrsla í nokkra daga, enn meiri möl á bílastæðið.  Ekki bólaði á gangstéttum.  Sá þá að verki hér og þar í hverfinu, bútur hér og bútur þar.  Um miðja síðustu viku birtust þeir.  Nú er búið að loka fyrir allar innkeyrslur, og þeir vinna hér úti eins og þeir eigi lífið að leysa.  Kannski verður búið að steypa á morgun......

 

Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki standard vinnuhraði hjá borginni.  Þessir menn eru nefnilega á launum hjá mér.

 

Það er gott að búa í Grafarholti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband