Hnífsdalur - Miðhús

Það var hráslagalegt í morgun, grenjandi rigning og rok,  og við vorum lengi að koma okkur af stað en það gerðist loks um hádegisbil.  Þar sem við fórum svona seint þá ákvaðum við að fara beint í Miðhús og sleppa útsýnistúr um Bíldudal, Tálknafjörð og Patró.  Veðrið var reyndar strax betra þegar við komum í Dýrafjöðrin en við ákvaðum að halda áfram.  Við stoppuðum við Dynjanda, þar sem Stefán sagði eigum við ekki að fara aftur til afa og ömmu, sjá mynd, og í Flókalundi.  Annars var bara rólað áfram á skynsömum hraða, lesið úr vegahandbók og litið á merka staði, sem sáust af veginum.  Við komum í Miðhús um hálf sex elduðum kjötbollur fórum svo í göngutúr og lékum okkur við börnin. Planið er sund í fyrramálið og svo haldið á Norðurlandið um Búðardal og Laxárdalsheiði.

Myndir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband