Færsluflokkur: Bloggar

Marteinslaug

pict0536.jpg
Jæja komin heim, skriðum í Grafarholtið um hálfeitt í nótt eftir níu og hálfan tíma á leiðinni frá Fáskrúðsfirði.  Ferðin gekk vel börnin þæg og  umferð skikkanleg.  Næst á dagskrá þetta venjulega að taka upp úr töskum þvo þvotta o.þ.h.   Gott frí hefðum mátt vera heppnari með veðurspár, þ.e. þær hefðu mátt standast oftar en annars bara mjög gaman.

Bjarmaland - heimáleið

Ingibjörg Malen í góðum gír

Við komum hér í gær og krakkarnir hafa fengið góða útrás í leik með frændsystkinum sínum.  Valli sýndi okkur byggingarreit þeirra Rauðhyltinga.  Planið í dag er að fara suður á bóginn með stoppi á Höfn og sjá svo til kannski förum við alla leið heim, það er komin viss þreyta í mannskapinn og þá er best að drífa sig heim.

 


Fleiri myndir

Kárahnjúkar - Þrándarstaðir

Landvélar á Kárahnjúkum
Við yfirgáfum öryggið og rólegheitin á Ketilsstöðum og fórum til fjalla.  Stefán Mar hefur saknað frænda sinna mikið og talar út í eitt um strákana.  En við fórum í efra og skoðuðum herlegheitin og það  verður að segjast að það hefði mátt sökkva meira af þessu án mikils skaða.  Við fórum efri leiðina til byggða í gegnum Brú.  Gist var á Þrándarstöðum hjá Sigga og Guðnýju í góðu yfirlæti.  Fimmtudagsmorgun var ansi blautur og kaldur þegar við tókum okkur upp og fórum í neðra og erum nú í Bjarmalandi hjá Valla og Elsu.

Ártún

c_documents_and_settings_administrator_laptop_desktop_pict0627.jpg

Fórum í Egilstaði hittum Ingibjörgu og Bjarka, fórum síðan í Malarvinsluna og hittum Dodda, fórum í Útmannasveit og komum við í Ártúni og á Hjaltastað. Grill á Ketilstöðum, rólegur dagur.

Sjá myndir www.sjos.blogspot.com

Syðri Vík - Ketilsstaðir

Stefán Mar og Skúli

Við fórum og skoðuðum Botnstjörn og gengum um skóginn í Ásbyrgi, Stefán fékk að halda í ólina hjá Skúla og stóð sig vel.  Seinnipartinn lögðum við á stað til Vopnafjarðar og fórum Öxarfjarðarheiði þegar við nálguðumst Vopnafjörð skellti á okkur skúr og ákveðið var að hringja í Túra í Syðri Vík og falast eftir svefnpokaplássi, sem gekk eftir. Við fórum til Höskuldar í kaffi og mat og síðan í hádegismat daginn eftir.  Þegar við ætluðum að fara í sund fór Stefán Mar að æla og við hættum við.  Stefnan var svo sett á Hérað og farið í Ketilsstaði til Beggu frænku.  Þar er allt á kafi í heyskap og við látum fara lítið fyrir okkur til að trufla sem minnst, eins og er þá er planið að vera hér fram á miðvikudag og fara í einhverja túra héða.


Fleiri myndir

Laugar - Ásbyrgi

c_documents_and_settings_administrator_laptop_desktop_pict0524.jpg

Það góða við sumarfrí er að maður þarf ekki alltaf að halda sig við plönin,  við fórum snemma frá Laugum til Húsavíkur og hittum Línu frænku og skoðuðum bílaflotan hjá Jóni, gleymdist að taka myndir en svaka flottir.  Síðan sammæltumst við um að hitta Ingibjörgu og Bjarka við Mývatn, nánar til tekið  í Vogafjósinu og ákvaðum að fara með þeim að Dettifossi og síðan í Ásbyrgi.  Það var nokkur belgingur í logninu og varla stætt við Dettifoss en frábært í Ásbyrgi mjög mannmargt og spennandi.  Stefnan tekin á Vopnafjörð á morgun

Myndir


Fleiri myndir

Miðhús - Hólar - Laugar

Við fórum í sund í Djúpadal, ókum síðan sem leið liggur í Búðardal og fengum okkur kaffi hjá Guðrúnu og Stefáni.  Síðan var það Laxárdalsheiðin sem kom og fór án þess að við sæum hana.  Nú var hlustað á veðurspár og pælt hvar næturstaður skildi valin, það byrjaði að rigna á Blönduósi.  Á endanum ákveðið að gista á Hólum í Hjaltadal, tjaldað í rigningu vaknað og tjaldið tekið upp í rigningu, blautur afmælisdagur!  Stoppuðum stutt á Akureyri, hittum Boga og heyrðum í Sveini Leó, ákvaðum að gista á Laugum og komum þangað um sex.  Fórum í frábæra sundlaug og ætluðum ekki að ná börnunum þaðan.  Stefnan tekin á Vopnafjörð

Myndir

Hnífsdalur - Miðhús

Það var hráslagalegt í morgun, grenjandi rigning og rok,  og við vorum lengi að koma okkur af stað en það gerðist loks um hádegisbil.  Þar sem við fórum svona seint þá ákvaðum við að fara beint í Miðhús og sleppa útsýnistúr um Bíldudal, Tálknafjörð og Patró.  Veðrið var reyndar strax betra þegar við komum í Dýrafjöðrin en við ákvaðum að halda áfram.  Við stoppuðum við Dynjanda, þar sem Stefán sagði eigum við ekki að fara aftur til afa og ömmu, sjá mynd, og í Flókalundi.  Annars var bara rólað áfram á skynsömum hraða, lesið úr vegahandbók og litið á merka staði, sem sáust af veginum.  Við komum í Miðhús um hálf sex elduðum kjötbollur fórum svo í göngutúr og lékum okkur við börnin. Planið er sund í fyrramálið og svo haldið á Norðurlandið um Búðardal og Laxárdalsheiði.

Myndir


Að loknu ættarmóti

c_documents_and_settings_administrator_laptop_my_documents_my_pictures_hrafnabjorg_pict0325.jpg

Þá er ættarmótum sumarsins lokið, að undanskildu hinu árlega Rauðhyltingamóti á Fellsenda helgina fyrir verslunarmannahelgi. 

Nú hættir maður alfarið að taka mark á veðurspá mbl.is.  Rennblautur laugardagurinn var fremur erfiður, en sunnudagur var þó alltaf bjartur og fagur.  Höfum frú Hildi á Hrafnabjörgum grunaða um að hafa lagt hönd á plóginn og samið við almættið. 

Alveg var hann Sibbi frændi brilljant á laugardagskvöldið að hafa ofan af fyrir ungum og öldnum í leikjum.  Hann á hrós skilið og gullmedalíu fyrir tiltækið.  Ekki veitti af að hressa mannskapinn við eftir niðurrignda bjarmalandsför að Efstadal, fæðingarstað afa Samúels.  Ekki skemmdi þó fyrir kaffihlaðborð frú Önnu á Eiríksstöðum sem klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.  Þökk sé henni og hennar fólki enn og aftur fyrir móttökurnar. 

Mamma er að hressast sem betur fer.  Vonandi varð henni ekki meint af innrás litlu fjölskyldunnar úr Marteinslaug. Fórum í sund á Suðureyri í gær.  Krakkarnir skemmtu sér hið besta, enda laugin ein besta barnalaug á landinu og þó víðar væri leitað. Annars erum við bara að vísitera vini og ættingja í rólegheitunum, en förum héðan á morgun. 

Meira síðar. 

Myndir á www.sjos.blogspot.com 

 


Fleiri myndir

Útileguættarmót

Jæja, veðurspáin að lagast.Brosandi  Maður verður kannski útilegufær um helgina.  Erum á kafi við að viða að okkur hin ýmsu þægindi sem þurfa að vera til staðar í tjaldbúskap......(tjald, dýnur, prímus, hægindastóla......)  Verður örugglega í lagi.  Annars er maður að verða fremur niðurdreginn af allri þessari rigningu.  Alveg kominn tími á að þessi stóra gula fari að láta sjá sig.  En, fórum sem sagt og fjárfestum í tjaldi í gær, Stefán hélt að við værum að kaupa tjald yfir hjónarúmið, það var jú búið að kaupa tjald yfir hans rúm, "á að tjalda inni?" spurði blessað barnið.  En honum var fljótlega komið í skilning um að þetta væri tjald til að sofa í úti.  Mjööööög spennandi.   Meira síðar um fyrstu útilegu Stefáns og Ingibjargar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband