Færsluflokkur: Bloggar
22.7.2006 | 13:16
Marteinslaug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2006 | 10:00
Bjarmaland - heimáleið
Við komum hér í gær og krakkarnir hafa fengið góða útrás í leik með frændsystkinum sínum. Valli sýndi okkur byggingarreit þeirra Rauðhyltinga. Planið í dag er að fara suður á bóginn með stoppi á Höfn og sjá svo til kannski förum við alla leið heim, það er komin viss þreyta í mannskapinn og þá er best að drífa sig heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2006 | 16:10
Kárahnjúkar - Þrándarstaðir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2006 | 10:59
Ártún
Fórum í Egilstaði hittum Ingibjörgu og Bjarka, fórum síðan í Malarvinsluna og hittum Dodda, fórum í Útmannasveit og komum við í Ártúni og á Hjaltastað. Grill á Ketilstöðum, rólegur dagur.
Sjá myndir www.sjos.blogspot.comBloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2006 | 18:50
Syðri Vík - Ketilsstaðir
Við fórum og skoðuðum Botnstjörn og gengum um skóginn í Ásbyrgi, Stefán fékk að halda í ólina hjá Skúla og stóð sig vel. Seinnipartinn lögðum við á stað til Vopnafjarðar og fórum Öxarfjarðarheiði þegar við nálguðumst Vopnafjörð skellti á okkur skúr og ákveðið var að hringja í Túra í Syðri Vík og falast eftir svefnpokaplássi, sem gekk eftir. Við fórum til Höskuldar í kaffi og mat og síðan í hádegismat daginn eftir. Þegar við ætluðum að fara í sund fór Stefán Mar að æla og við hættum við. Stefnan var svo sett á Hérað og farið í Ketilsstaði til Beggu frænku. Þar er allt á kafi í heyskap og við látum fara lítið fyrir okkur til að trufla sem minnst, eins og er þá er planið að vera hér fram á miðvikudag og fara í einhverja túra héða.
Bloggar | Breytt 19.7.2006 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2006 | 00:37
Laugar - Ásbyrgi
Það góða við sumarfrí er að maður þarf ekki alltaf að halda sig við plönin, við fórum snemma frá Laugum til Húsavíkur og hittum Línu frænku og skoðuðum bílaflotan hjá Jóni, gleymdist að taka myndir en svaka flottir. Síðan sammæltumst við um að hitta Ingibjörgu og Bjarka við Mývatn, nánar til tekið í Vogafjósinu og ákvaðum að fara með þeim að Dettifossi og síðan í Ásbyrgi. Það var nokkur belgingur í logninu og varla stætt við Dettifoss en frábært í Ásbyrgi mjög mannmargt og spennandi. Stefnan tekin á Vopnafjörð á morgun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2006 | 09:48
Miðhús - Hólar - Laugar
Við fórum í sund í Djúpadal, ókum síðan sem leið liggur í Búðardal og fengum okkur kaffi hjá Guðrúnu og Stefáni. Síðan var það Laxárdalsheiðin sem kom og fór án þess að við sæum hana. Nú var hlustað á veðurspár og pælt hvar næturstaður skildi valin, það byrjaði að rigna á Blönduósi. Á endanum ákveðið að gista á Hólum í Hjaltadal, tjaldað í rigningu vaknað og tjaldið tekið upp í rigningu, blautur afmælisdagur! Stoppuðum stutt á Akureyri, hittum Boga og heyrðum í Sveini Leó, ákvaðum að gista á Laugum og komum þangað um sex. Fórum í frábæra sundlaug og ætluðum ekki að ná börnunum þaðan. Stefnan tekin á Vopnafjörð
Myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2006 | 09:41
Hnífsdalur - Miðhús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2006 | 12:45
Að loknu ættarmóti
Þá er ættarmótum sumarsins lokið, að undanskildu hinu árlega Rauðhyltingamóti á Fellsenda helgina fyrir verslunarmannahelgi.
Nú hættir maður alfarið að taka mark á veðurspá mbl.is. Rennblautur laugardagurinn var fremur erfiður, en sunnudagur var þó alltaf bjartur og fagur. Höfum frú Hildi á Hrafnabjörgum grunaða um að hafa lagt hönd á plóginn og samið við almættið.
Alveg var hann Sibbi frændi brilljant á laugardagskvöldið að hafa ofan af fyrir ungum og öldnum í leikjum. Hann á hrós skilið og gullmedalíu fyrir tiltækið. Ekki veitti af að hressa mannskapinn við eftir niðurrignda bjarmalandsför að Efstadal, fæðingarstað afa Samúels. Ekki skemmdi þó fyrir kaffihlaðborð frú Önnu á Eiríksstöðum sem klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Þökk sé henni og hennar fólki enn og aftur fyrir móttökurnar.
Mamma er að hressast sem betur fer. Vonandi varð henni ekki meint af innrás litlu fjölskyldunnar úr Marteinslaug. Fórum í sund á Suðureyri í gær. Krakkarnir skemmtu sér hið besta, enda laugin ein besta barnalaug á landinu og þó víðar væri leitað. Annars erum við bara að vísitera vini og ættingja í rólegheitunum, en förum héðan á morgun.
Meira síðar.
Myndir á www.sjos.blogspot.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2006 | 13:17
Útileguættarmót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)