5.7.2006 | 13:17
Útileguættarmót
Jæja, veðurspáin að lagast. Maður verður kannski útilegufær um helgina. Erum á kafi við að viða að okkur hin ýmsu þægindi sem þurfa að vera til staðar í tjaldbúskap......(tjald, dýnur, prímus, hægindastóla......) Verður örugglega í lagi. Annars er maður að verða fremur niðurdreginn af allri þessari rigningu. Alveg kominn tími á að þessi stóra gula fari að láta sjá sig. En, fórum sem sagt og fjárfestum í tjaldi í gær, Stefán hélt að við værum að kaupa tjald yfir hjónarúmið, það var jú búið að kaupa tjald yfir hans rúm, "á að tjalda inni?" spurði blessað barnið. En honum var fljótlega komið í skilning um að þetta væri tjald til að sofa í úti. Mjööööög spennandi. Meira síðar um fyrstu útilegu Stefáns og Ingibjargar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.