Miðhús - Hólar - Laugar

Við fórum í sund í Djúpadal, ókum síðan sem leið liggur í Búðardal og fengum okkur kaffi hjá Guðrúnu og Stefáni.  Síðan var það Laxárdalsheiðin sem kom og fór án þess að við sæum hana.  Nú var hlustað á veðurspár og pælt hvar næturstaður skildi valin, það byrjaði að rigna á Blönduósi.  Á endanum ákveðið að gista á Hólum í Hjaltadal, tjaldað í rigningu vaknað og tjaldið tekið upp í rigningu, blautur afmælisdagur!  Stoppuðum stutt á Akureyri, hittum Boga og heyrðum í Sveini Leó, ákvaðum að gista á Laugum og komum þangað um sex.  Fórum í frábæra sundlaug og ætluðum ekki að ná börnunum þaðan.  Stefnan tekin á Vopnafjörð

Myndir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband