16.7.2006 | 00:37
Laugar - Ásbyrgi
Það góða við sumarfrí er að maður þarf ekki alltaf að halda sig við plönin, við fórum snemma frá Laugum til Húsavíkur og hittum Línu frænku og skoðuðum bílaflotan hjá Jóni, gleymdist að taka myndir en svaka flottir. Síðan sammæltumst við um að hitta Ingibjörgu og Bjarka við Mývatn, nánar til tekið í Vogafjósinu og ákvaðum að fara með þeim að Dettifossi og síðan í Ásbyrgi. Það var nokkur belgingur í logninu og varla stætt við Dettifoss en frábært í Ásbyrgi mjög mannmargt og spennandi. Stefnan tekin á Vopnafjörð á morgun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.