18.7.2006 | 18:50
Syðri Vík - Ketilsstaðir
Við fórum og skoðuðum Botnstjörn og gengum um skóginn í Ásbyrgi, Stefán fékk að halda í ólina hjá Skúla og stóð sig vel. Seinnipartinn lögðum við á stað til Vopnafjarðar og fórum Öxarfjarðarheiði þegar við nálguðumst Vopnafjörð skellti á okkur skúr og ákveðið var að hringja í Túra í Syðri Vík og falast eftir svefnpokaplássi, sem gekk eftir. Við fórum til Höskuldar í kaffi og mat og síðan í hádegismat daginn eftir. Þegar við ætluðum að fara í sund fór Stefán Mar að æla og við hættum við. Stefnan var svo sett á Hérað og farið í Ketilsstaði til Beggu frænku. Þar er allt á kafi í heyskap og við látum fara lítið fyrir okkur til að trufla sem minnst, eins og er þá er planið að vera hér fram á miðvikudag og fara í einhverja túra héða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.