20.8.2006 | 11:14
1sti í fótbolta og Latibær
Þá er komið að því, löng og erfið bið á enda, boltinn byrjaður að rúlla. Það gerðist ekkert sem ekki var við að búast í gær Púlararnir náðu jafntefli á vafasamri vítaspyrnu og Arse í vandræðum með duglegt lið. Það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá okkar mönnum í dag Scholes og Rooney verða með áður en bannið tekur gildi, meira ruglið, og enn nokkuð um meiðsli. Það verður spennandi að sjá hvernig gengur með að fá Hargreaves, mér líst vel á hann og það á að skvísa Bæjara hressilega með stórum upphæðum til að fá hann.
Við fórum í bæinn í gær með börnin og tókum þátt í Latabæjarhlaupi Glitnis, mikið fjör og mikið af fólki. Börnin skemmtu sér feikivel og það fyrsta sem Stefán Mar sagði í morgun ,,eigum við ekki að fara út að hlaupa?" góð hugmynd en ég er enn aumur í öxlunum eftir gærdaginn. Reyndar voru allir nema ég sofnaðir fyrir kl. níu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.