15.7.2006 | 09:48
Miðhús - Hólar - Laugar
Við fórum í sund í Djúpadal, ókum síðan sem leið liggur í Búðardal og fengum okkur kaffi hjá Guðrúnu og Stefáni. Síðan var það Laxárdalsheiðin sem kom og fór án þess að við sæum hana. Nú var hlustað á veðurspár og pælt hvar næturstaður skildi valin, það byrjaði að rigna á Blönduósi. Á endanum ákveðið að gista á Hólum í Hjaltadal, tjaldað í rigningu vaknað og tjaldið tekið upp í rigningu, blautur afmælisdagur! Stoppuðum stutt á Akureyri, hittum Boga og heyrðum í Sveini Leó, ákvaðum að gista á Laugum og komum þangað um sex. Fórum í frábæra sundlaug og ætluðum ekki að ná börnunum þaðan. Stefnan tekin á Vopnafjörð
Myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2006 | 09:41
Hnífsdalur - Miðhús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2006 | 12:45
Að loknu ættarmóti
Þá er ættarmótum sumarsins lokið, að undanskildu hinu árlega Rauðhyltingamóti á Fellsenda helgina fyrir verslunarmannahelgi.
Nú hættir maður alfarið að taka mark á veðurspá mbl.is. Rennblautur laugardagurinn var fremur erfiður, en sunnudagur var þó alltaf bjartur og fagur. Höfum frú Hildi á Hrafnabjörgum grunaða um að hafa lagt hönd á plóginn og samið við almættið.
Alveg var hann Sibbi frændi brilljant á laugardagskvöldið að hafa ofan af fyrir ungum og öldnum í leikjum. Hann á hrós skilið og gullmedalíu fyrir tiltækið. Ekki veitti af að hressa mannskapinn við eftir niðurrignda bjarmalandsför að Efstadal, fæðingarstað afa Samúels. Ekki skemmdi þó fyrir kaffihlaðborð frú Önnu á Eiríksstöðum sem klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Þökk sé henni og hennar fólki enn og aftur fyrir móttökurnar.
Mamma er að hressast sem betur fer. Vonandi varð henni ekki meint af innrás litlu fjölskyldunnar úr Marteinslaug. Fórum í sund á Suðureyri í gær. Krakkarnir skemmtu sér hið besta, enda laugin ein besta barnalaug á landinu og þó víðar væri leitað. Annars erum við bara að vísitera vini og ættingja í rólegheitunum, en förum héðan á morgun.
Meira síðar.
Myndir á www.sjos.blogspot.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2006 | 13:17
Útileguættarmót

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2006 | 09:11
HM
Loksins er hún byrjuð, lágdeyðan hverfur og andríkið eykst mannleg samskipti hefjast að nýju. Menn sem ég hef ekki talað við síðan að enska boltanum lauk eru orðnir viðræðuhæfir að nýju.
Upphafsleikirnir slappir en ekkert toppar Kamrún Argentínu frá Ítalíu um árið. Spennandi dagur framundar, maður styður auðvitað Englendinga og vonar það besta fyrir þeirra hönd.
Ég ætla að reyna að skipta út gamla stöðvar 2 lyklinum mínum en myndin er eitthvað görbluð, talað um st2/Sýn þá er ég ferlega fúll út í þá vegna þess að ég er með evrópsku stöðvarnar hjá Skjánum og ætlaði að horfa á leikina þar allalvega umræður eftir leiki o.þ.h. en þýskan dugar ótrúlegavel þegar talað er um fótbolta enda notar maður aldrei meira af heilanum heldur en í góðri boltaumræðu.
Ómsky
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2006 | 18:00
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)