24.9.2006 | 10:25
Honky dory
Jæja það er sælan, eitt stig úr tveimur síðustu leikjum! Hefðu átt að vera fjögur, en svona er lífið í boltanum það þýðir ekkert að að væla enda hlutverk boltans að gefa lífinu aukið gildi ekki auka þjáningar. Ég verð samt að segja að spila 4-5-1 með Rooney einan á toppnum var fáranlegt, okkur vantar fleiri sóknarmenn t.d. Martin sem við lánuðum til Rangers, einhvern til að hlaupa línuna.
Njósnir til verndar öryggis sjálfstæðisflokksins eru ofarlega á baugi þessa dagana og gaman að heyra frá eina sagnfræðingnum sem hefur skoðað gögnin, að um leyniþjónustu sjálfstæðisflokksins, á kostnað ríkisins, hafi verið að ræða. Það verður gaman að fylgjast með úrvindu þessa máls, tilraunir þær sem þjóðskjalavörður hefur haft uppi til að hindra aðgang að gögnunum eru vægast sagt aumkunarverðar, í upplýstu upplýsingasamfélagi. Það er nefnilega svo að á árunum sem möndulveldin tvö hafa verið í stjórn þá hefur verið unnið gott og markvisst starf í því að bæta stjórnsýsluna, reyndar arfleið Jóns Baldvins (EES), auka rétt borgaranna en menn stíga aftur til kaldastríðstímanns án þess að blikka hvað þá blikna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.