Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Gleðileg jól
Óska þér og þínu fólki gleðilegra jóla og ánægjulegs komandi árs.
Theódór Norðkvist, þri. 23. des. 2008
Kveðja
Sæl Sigga og takk fyrir addið í bloggheimum. Skemmtilegt hvað leiðir skerast aftur og aftur með löngu millibili.
Vilhjálmur Óli Valsson, þri. 9. des. 2008
AfmælisKEðja
Hæ Sigga sæta. Til hamingju með afmælið þitt í gær. Vona að þú sért í góðu stuði. Viljum minna á að nú fer hver að verða síðastur að bóka herbergi á Barton Mill Hotel áður en það lokar. Bíðum líka spennt eftir næsta pistli á blogginu. Er ekki tilvalið að blogga eitthvað um Frímann hehe. Bestu keðjur til ykkar.
Litli bróðir og fjölsk. (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 10. maí 2008
Gleðilegt sumar
Sæl kæra frændfólk Gleðilegt sumar. Sigga takk fyrir kynnin hér í bloggheimum. Þetta var fyndin tilviljun að þú værir gift almennilegum frænda sem ég á. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, fös. 25. apr. 2008
P.s.
Bróðir þinn var að rifja það upp að við erum skyldar í sjötta og sjöunda lið. Hringir það einhverjum bjöllum? KV.
Svava Rán (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008
Athugasemd
Sæl Sigga. Ég þakka þér fyrir skemmtilega athugasemd í gestabókinni okkar. Ég ákvað nú samt að svara þér á viðeigandi stað, þ.e. sem komment við grein þinni um heimgreiðslur. Bestu kveðjur til allra, ykkar verður saknað um páskana. Svava Rán
Svava Rán (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 17. mars 2008
Lánsöm ertu
Sæl og blessuð Búin að svar í minni gestabók. Pabbi minn er þúsundþjalasmiður svo ég hlýt að hafa smá hæfileika og þarna hitti ég naglann á höfuð Ómars. En Benedikt frændi minn sem kvittar hér, er hann skyldur þér? Mamma fæddist í Reykjafirði v/Djúp og í Hornstrendingabók er fjallað um Jón Guðmundsson frá Kjörvogi sem var langafi minn og bróðir langömmu Jóns Baldvins. Þegar ég vissi það þá lá við að ég þyrfti áfallahjálp. Bið að heilsa Ómari. Bak við djókmyndina af mér er allar upplýsingar um mig, m.a. netfangið mitt. Kær kveðja.
Rósa Aðalsteinsdóttir, sun. 9. mars 2008
Forvitnin er að drepa mig.
Sæl og blessuð. Getur verið að þú sért að tala um Ómar Sveinsson frænda minn? Ég sé að Benedikt frændi minn skrifa hér neðar í gestabókina. Við erum þremenningar í móðurætt mína. Kveikir það nokkuð á ættfræði? Þegar ég fékk bloggbeiðni sagði ég bara já og vissi ekkert að það væru tengsl. En ef þetta er Ómar þá ertu lánsöm mín kæra. Kemur í ljós/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, mið. 27. feb. 2008
Bloggfærslu vantar :)
Hæ bloggvinkona. Hvernig gengur að semja bloggfærslu handa okkur hrægömmunum? Ef þú klikkar á mynd af mér?? höfundi þá eru allar upplýsingar s.s. netfang. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, fim. 17. jan. 2008
Takk!
Takk fyrir upplýsingarnar, ég ætla að fara strax á morgun bókasafnið á ná í Hornstrendingabók Þorleifs Bjarnasonar. Takk kærlega og gangi ykkur vel í því sem þið takið ykkur fyrir hendur!
Benedikt Halldórsson, þri. 8. maí 2007
Hæ
Gat ekki kommenterað á greinina þína um hundinn Skúla, en svo vill til að pabbi er með hund sem heitir Skúli algjör fitubolla og krútt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, lau. 3. mars 2007
Takk fyrir sýðast :)
Langaði bara að kvitta fyrir kouna á sýðuna hjá þér og segja takk fyrir sýðast :) það var gaman að hitta ykkur frændsyskinin og komast svo að því að ég er skyld þér :) Kveðja Heiða
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, sun. 18. feb. 2007
Hvað á kirkjan að heita?
Sæl nafna! Flott síða hjá þér og Karli Bretaprins, item Ómari! Ég sá að þú bloggaðir á Moggavefnum vegna nafns á kirkjuna. Við settum upp bloggsíðu í gær í tengslum við heimasíðu kirkjunnar www.grafarholt.is. Gaman væri ef þíð kíktuð á hana og segðuð ykkar skoðun. Kveðja, Guðmarsdóttir
Grafarholtssókn, fim. 25. jan. 2007
Kveðja frá frænku
Sæl, frænka og bestu þakkir fyrir góða kveðju sem þú settir í gestabókina mína. Gaman þætti mér að fá að vita nánar um skyldleika okkar. Sló þér upp í Íslendingabók en þarf að vita fæðingarár og hvort þú heitir etv. meira en Sigríður Jósefsdóttir? Kær kveðja, Margrét Sverrisdóttir.
Margrét Sverrisdóttir (Óskráður), fim. 28. des. 2006
Útlitslýsing
Svartar gallabuxur, svört peysa, dökkblár jakki, pardusslæða (skræpótt) gleraugu og rautt há í tagli :) rauðhærð unglinsdóttir með í för. Hlakka til að hitta þig!
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, sun. 17. sept. 2006
Útlitslýsing
Svartar síðbuxur, svört peysa, ljós mosagrænn jakki, skræpótt slæða, svört lítil gleraugu, ljóst sítt hár.
Sigríður Jósefsdóttir, sun. 17. sept. 2006
Kaffibolli í Smáralind
HÆ,hæ Sigga. Ég hefði verulega gaman af því að hitta þig yfir kaffibolla í Smáralind á sunnudaginn klukkan 15:00 og takk fyrir öll frábæru kommentin þín á blogginu mínu ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, fös. 15. sept. 2006
Kveðja
Hæ og hó. Gaman að sjá myndirnar úr ferðalaginu ykkar. Bið að heilsa :) Ásta Guðrún
Ásta Guðrún (Óskráður), sun. 23. júlí 2006
Tim hamingju með framtakið
Komið þið sæl þarna í hæstu hæðum. Til hamingju með framtakið. Getur verið að litaval síðunnar sé ekki nein tilviljun..... litirnir eru svipaðir og hjá ákveðnu fótboltaliði nálægt Liverpool!... ups þetta má maður sennilega ekki segja.. Ásgeir
Ásgeir og Maja (Óskráður), mið. 5. júlí 2006